Knicks goðsögnin Willis Reed er látinn, áttræður að aldri. Hann lék allan feril sinn með New York Knicks þar sem hann vann tvo NBA meistaratitla. Á ferlinum var hann með 18 stig og 13 fráköst að meðaltali í leik. Árið 1996 var hann valinn einn af 50 bestu leikmönnum NBA deildarinnar frá upphafi.
Þekktastur er hann fyrir leik 7 í úrslitakeppninni 1970 þar sem hann byrjaði leikinn og skoraði fyrstu 4 stiginn þrátt fyrir að vera með rifinn vöðva í læri.
Eftir að hann hætti spilamennsku var hann þjálfari í yfir áratug, meðal annars hjá Knicks og New Jersey Nets.
