Connect with us

Hi, what are you looking for?

NBA

Willis Reed er látinn

Knicks goðsögnin Willis Reed er látinn, áttræður að aldri.

Knicks goðsögnin Willis Reed er látinn, áttræður að aldri. Hann lék allan feril sinn með New York Knicks þar sem hann vann tvo NBA meistaratitla. Á ferlinum var hann með 18 stig og 13 fráköst að meðaltali í leik. Árið 1996 var hann valinn einn af 50 bestu leikmönnum NBA deildarinnar frá upphafi.

Þekktastur er hann fyrir leik 7 í úrslitakeppninni 1970 þar sem hann byrjaði leikinn og skoraði fyrstu 4 stiginn þrátt fyrir að vera með rifinn vöðva í læri.

Eftir að hann hætti spilamennsku var hann þjálfari í yfir áratug, meðal annars hjá Knicks og New Jersey Nets.

Og yfir í allt annað

NBA

Þessir leikmenn gætu líklegast vel spilaði í dag og staðið sig vel.

NBA

Árið 1966 tók Willis Reed út allt Lakers liðið með hnefunum á sér. Að launum var hann rekinn af velli og fékk 50 dollara...