Connect with us

Ísland

Spáin: Úrvalsdeild kvenna 2021-2022

Spáin: Úrvalsdeild kvenna 2021-2022

2021-2022 tímabilið í Subway-deild kvenna byrjar í kvöld og því ákváðum við að kasta saman í eina afar óvísindalega samsetta spá sem er þó með þeim fyrirvara að við vitum ekkert hvað við erum að tala um.

8. Grindavík

Grindvíkingar komust óvænt upp um deild í vor. Næsta vor munu þær svo falla aftur niður sem verður ekki jafnt óvænt.

Komnar: Robbi Ryan (USA), Edyta Ewa Falenzcyk (Pólland)
Farnar: Jannon Jaye Otto

7. Skallagrímur

Skallarnir mæta með næstum nýtt lið en einu lykilmennirnir frá því í fyrra sem stungu ekki af voru Embla Kristínardóttir og Maja Michalska. Þrjár atvinnukonur þeirra trompa þó þessar tvær í Grindavík.

Komnar: Nikola Nedoroscikova (Portúgal), Erika Mjöll Jónsdóttir (Byrjar aftur), Mammusu Secka (Svíþjóð), Shakeya Leary (USA)
Farnar: Sanja Orazovic (Fjölnir), Arna Hrönn Ámundadóttir (USA), Sigrún Sjöfn Ámundadóttir (Fjölnir), Keira Robinson (Spánn), Nikita Telesford (Portúgal)

6. Breiðablik

Breiðablik er karlalið ÍR kvennadeildarinnar. Fast í einskismannslandi. Ekki nógu lélegt til að falla, ekki nógu gott til að komast í úrslitakeppnina.

Komnar: Anna Soffía Lárusdóttir (Snæfell), Chelsey Shumpert (England)
Farnar: Sóllilja Bjarnadóttir (Svíþjóð), Jessica Loera (Sviss)

5. Njarðvík

Njarðvíkingar voru liðið til að sigra í 1. deildinni í fyrra og öllum að óvörum var það einmitt það sem gerðist. Þær komust þó að lokum upp í Úrvalsdeildina þökk sé því að Snæfell dró sig í hlé og versluðu sér svo nánast nýtt byrjunarlið

Komnar: Aliayh Collier (Finnland), Lavinia Da Silva (Bretland), Diene Diane (USA)
Farnar: Chelsea Nacole Jennings

4. Keflavík

Keflavík verður Keflavík í Ke….*geisp*. Þökk sé langbesta yngri flokka starfinu á landinu verður Keflavík aldrei lélegt en að sama skapi er ekkert víst að það verði neitt frábært heldur. Þær fara þó létt með að enda í topp fjórum og verða í bullandi baráttu um að fá að verða liðið sem tapar í úrslitunum fyrir Haukum.

Komnar: Eygló Kristín Óskarsdóttir (KR), Tunde Kilin (Rúmenía)
Farnar: Thelma Dís Ágústsdóttir (USA), Emelía Ósk Gunnarsdóttir (Svíþjóð), Edda Karlsdóttir (ÍR), Erna Hákonardóttir (hætt)

3. Fjölnir

Þrátt fyrir að hafa bókstaflega misst nærri allt byrjunarliðið frá sér þá bætti liðið öðru eins við sig í sumar og sýndu það í Bikarkeppninni að þær eru ekki bara í þessu til að vera með.

Komar: Dagný Lísa Davíðsdóttir (Hamar), Sanja Orozovic (Skallagrímur), Ciani Cryor (USA), Sigrún Sjöfn Ámundadóttir (Skallagrímur), Heiður Karlsdóttir (Skallagrímur), Iva Bosnjak (Króatía)
Farnar: Heiða Hlín Björnsdóttir (Þór Akureyri), Hulda Ósk Bergsteinsdóttir (Grikkland), Sigrún Björg Ólafsdóttir (USA), Fanney Ragnarsdóttir (KR), Snæfríður Birta Einarsdóttir (KR), Lina Pikciuté, Ariel Hearn, Sara Carina Vaz Djassi

2. Valur

Íslandsmeistararnir missa kannski ekki marga leikmenn en þær missa Helenu Sverrisdóttur og hún er munurinn á Íslandsmeistaratitli og takk-fyrir-að-reyna annað sætið.

Komnar: Ameryst Alston (Sviss), Ragna Margrét Brynjarsdóttir (byrjar aftur)
Farnar: Helena Sverrisdóttir (Haukar), Nína Jenný Kristjánsdóttir (ÍR), Kiana Johnson

1. Haukar

Haukar missa tvær landsliðskonur burtu í erlend lið og eru samt betri en í fyrra. Hvers vegna? Helena Sverrisdóttir. Punktur. Bjarni Magnússon gæti valið fjóra aðra leikmenn af handahófi af götunni í byrjunarliðið fyrir hvern leik og liðið yrði samt Íslandsmeistari.

Komnar: Helena Sverrisdóttir (Valur), Haiden Denise Palmer (Snæfell), Sólrún Inga Gísladóttir (USA), Tinna Guðrún Alexandersdóttir (Snæfell), Jana Falsdóttir (Keflavík)
Farnar: Þóra Kristín Jónsdóttir (Danmörk), Sara Rún Hinriksdóttir (Rúmenía), Alyesha Lovett, Shanna Dacanay

More in Ísland