Connect with us

Hi, what are you looking for?

Ísland

Reykjavíkurrígurinn lifir

Gömlu Reykjavíkurstórveldin KR og ÍR eiga sér langa sögu saman og elduðu grátt silfur lengi vel á upphafsárum körfuboltans á Íslandi en bæði lið eru meðal sigursælustu liða í karla- og kvennaflokki í körfubolta. Það hefur þó ekki mikið farið fyrir rígnum undanfarna áratugi enda ÍR-ingar ekki verið í toppbaráttunni um Íslandsmeistaratitilinn karla- eða kvennamegin að neinu ráði síðan á áttunda áratugnum. Þess fyrir utan hafa KR-ingar verið uppteknari af nágrönnum sínum í Val á meðan ÍR hefur einna helst verið að buffast við Stjörnuna.

Það gæti þó eitthvað verið að breytast en bæði KR og ÍR tefla fram liðum í 1. deild kvenna í ár og mættust einmitt í bikarkeppni KKÍ í gær og töldu ýmsir að augljóst væri að grunnt væri á því góða milli þjálfara liðanna, þeirra Kristjönu Jónsdóttur og Harðar Unnsteinssonar.

Ef menn halda að það séu einhverjar getgátur þá ættu eftirfarandi tvít hjá þjálfurunum tveim eftir leikinn í gær, sem ÍR vann, að taka af öll tvímæli.

ÍR-ingurinn var ekki lengi að svara kollega sínum úr Vesturbænum.

Liðin mætast tvívegis í deildinni í vetur, þann 7. desember í TM Hellinum og 12. mars á Meistaravöllum og því um að gera að taka frá dagsetningarnar.

Og yfir í allt annað

Ísland

2021-2022 tímabilið í [Insert sponsor name here]-deild karla er handan við hornið og því ákváðum við að kasta saman í eina afar vísindalega samsetta...

Ísland

Það hefur líklegast ekki farið framhjá mörgum að Reykjavíkurveldin Valur og KR eigast við í átta liða úrslitum Domino’s deildar karla þessa dagana með...

Ísland

Baldur Ólafsson átti eina af bestu troðslunum í Íslandssögunni þegar hann setti Njarðvíkinginn Igor Beljanski á plakat í leik 1 í úrslitaseríu KR og...

Ísland

Fyrsta tímabil KFÍ í Úrvalsdeildinni og fyrsti leikur Guðna Guðnasonar á móti uppeldisfélagi sínu KR. Auk Guðna tefldi KFÍ einnig fram fyrrum KR-ingunum Hrafni...