Connect with us

Heimurinn

Adam Sandler er leikstjórnandinn sem öll bumbuboltalið vilja

Grínistinn og leikarinn Adam Sandler er velþekktur úr myndum eins og The Waterboy, Happy Gilmore og Grown Ups. Færri vita hins vegar að hann er leikinn með körfuboltann og leikstjórnandinn sem við allir viljum hafa í bumbuboltanum.

Nýverið sást til hans í pickup bolta með NBA stjörnum á borð við Trae Young, Tobias Harris og Boban Marjanovic.

Sandler spilaði körfubolta í æsku og sagðist hafa verið efnilegur um átta ára aldur en svo orðið bara verri með aldrinum.

Sandler er ekki bara að sýna listir sínar á bumbuboltavellinum heldur hefur hann einnig notað hin ýmsu tækifæri til að koma uppáhaldsíþróttagreininni sinni fyrir í myndunum sínum.

Hann er hvergi nærri hættur í körfuboltamyndum en hans næst mynd, sem framleidd er af Netflix, ber heitið Hustle og fjallar um hæfileikaskáta sem er rekinn eftir að hafa fundið leikmann sem hann telur að hafi allt til brunns að bera til að spila í NBA.

More in Heimurinn