Menntaskólastrákur nokkur í Bandaríkjunum var svo öruggur með sjálfan sig þegar hann rakst nýlega á Brian Scalabrine að hann skoraði á Hvítu Mömbuna í 1-a-1 og lagði skóna sína undir. Þrátt fyrir að Scalabrine sé orðinn 43 ára og ekki spilað í NBA síðan 2012 þá fór leikurinn nákvæmlega eins og við mátti búast því, eins og hann orðar sjálfur svo vel, þá er hann nær LeBron í hæfileikum en þú honum.
