Connect with us

Ísland

Twitter elskar einvígi Vals og KR

Það hefur líklegast ekki farið framhjá mörgum að Reykjavíkurveldin Valur og KR eigast við í átta liða úrslitum Domino’s deildar karla þessa dagana með tilheyrandi orðaskaki á Twitter.

Sögur af meintu fámenni áhangenda Vals fengu byr undir báða vængi.

Bjartasta von Hellu, Tómas Steindórsson, betur þekktur sem „Hinn Raunverulegi“, fékk holskeflu af skotum eftir að sást til hans Valsmeginn í stúkunni í gær.

Hinum raunverulega til varnar þá er hann búinn að vera Valsari allavega síðan á sunnudaginn.

Í lok leiksins í gær átti Valsarinn Pavel Ermolinski, fyrrum leikmaður KR, í smá orðaskiptum við KR-inginn og fyrrverandi knattspyrnumanninn Davíð Guðrúnarson.

En það er ekki bara hinn sótsvarti og orðljóti almúgi sem er að kítast á Twitter, menningarelítan lætur sitt ekki eftir liggja.

Og að lokum, gleymum ekki að heimurinn er horfa.

More in Ísland