
Elvar Már Friðriksson var á dögunum valinn besti leikmaður tímabilsins í efstu deildinni í Litháen. Hann var þriðji stigahæsti leikmaður deildarinnar með 15,6 stig og leiddi hana í stoðsendingum með 7,7 að meðaltali í leik. 33 stiga leikur hans þann 21. apríl, þar sem hann hitti úr öllum 9 skotunum sínum og öllum 10 vítunum, var það mesta sem leikmaður skoraði í einum leik í deildinni í vetur.
Hér fyrir neðan má sjá helstu tilþrifin hans frá þessu magnaða tímabili.
