Connect with us

Ísland

Setti Jose Medina Aldana Íslandsmet í stoðsendingum?

Leikstjórnandinn Jose Medina Aldana fór mikinn í sigurleik Hamars á Selfossi í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni 1. deildarinnar í gær en samkvæmt tölfræðiskýrslunni var hann með 33 stig, 10 fráköst og heilar 20 stoðsendingar.

https://twitter.com/PressionaAgency/status/1394412107706343431

Ekki liggur fyrir hvort þessar 20 stoðsendingar væru Íslandsmet en til samanburðar á David Edwards heitinn metið í efstu deild en hann gaf 18 stoðsendingar í einum leik árið 1996.

Nú hefur stundum verið sagt að það sé til lygi, haugalygi og svo íslensk körfuboltatölfræði og því hljóta menn að spyrja sig hvort Medina hafi raunverulega gefið 20 stoðsendingar í leiknum.

Það ætti að vera tiltölulega auðsvarað því leikinn má finna á Youtube síðu Selfoss TV.

Farið var yfir allar stoðsendingarnar sem voru skráðar á Jose og þær bornar saman við upptökuna.

TímiStigaskorStoðsending?Skýring
00:15:4012
00:17:0014
00:21:1021NeiLeikmaður fer ekki strax í skot, stendur og spáir í möguleikunum og dripplar svo að körfunni.
00:21:4023
00:24:2326
00:25:2529
00:26:5332LíklegastKemst framhjá varnarmanni eftir að hann grípur, varnarmaður nær ekki aftur jafnvægi.
00:36:3241
00:40:0047
00:40:1859
01:03:2055
01:07:1866
01:15:4572
01:16:4075Líklegast ekkiSkotmaður feikar og dribblar til hliðar áður en hann skýtur. Varnarmaður nær að ná aftur jafnvægi og verjast skotinu.
01:20:0077
01:21:0581
01:31:4091NeiJose gefur ekki sendinguna heldur Óli Gunnar Gestsson.
01:35:0393
01:41:0098
01:51:15105

Niðurstaðan er því að líklegast var Jose með 17 stoðsendingar í leiknum og því kominn í hóp með leikmönnunum á borð við Pavel Ermolinski og Jón Kr. Gíslasyni sem báðir gáfu mest 17 stoðsendingar í einum leik. 18 stoðsendinga (Íslands?)met David heitins Edwards er því hólpið í bili.

Mynd: Bára Dröfn / Karfan.is

More in Ísland