Connect with us

Ísland

Bestu og verstu fallliðin

Höttur féll á dögunum úr Domino’s deild karla og hafa verið höfð orð um að þar sé á ferðinni besta liðið sem fallið hefur úr deildinni. Höttur var vissulega með frambærilegt lið sem vann 7 leiki og var með plús/mínus upp á -5,5. En hvernig var liðið í samanburði við önnur lið sem hafa fallið?

Núverandi fyrirkomulag með 12 liðum og 22 leikjum hefur verið við lýði síðan tímabilið 1996-1997 en fram að 1999-2000 tímabilinu féll aðeins eitt lið. Síðan tvö lið byrjuðu að falla þá hefur tvívegis komið fyrir að liðið í 11. sæti falli ekki. Skallagrímur fékk aftur sæti sitt tímabilið 2002-2003 eftir að Þór Akureyri dró sig úr keppni korteri fyrir mót vegna fjárhagserfiðleika og Þórsarar héldu sæti sínu eftir að 2019-2020 tímabilinu lauk snemma sökum Covid-19.

Á þessum tíma hafa þrjú lið fallið án sigurs en það voru Stjarnan árið 2002, Valur árið 2012 og Snæfell árið 2017. Það má færa rök fyrir því að þar fari á ferðinni verstu liðin sem hafa fallið. Hins vegar þarf líka að skoða plús/mínus hjá liðunum en Stjarnan var með -19,1 að meðaltali í leik, Valur var með -17,0 og Snæfell með -25,1. Ekkert þessara liða er þó með verstu plús/mínus tölurnar en tvö lið hafa náð því afreki að vera með -30 í leik. Árið 2001 féll ÍA með 1 sigur og -30,1. Átta árum seinna féll Skallagrímur með 2 sigra og tapaði sínum leikjum með heilum 31,9 stigum að meðaltali í leik. Stærsta tap þeirra var 74 stiga jörðun af hálfu Þórs Akureyri, sem einmitt féllu líka það árið.

Fjögur lið hafa fallið úr deildinni með 7 sigra, Höttur árið 2021, Skallagrímur árið 2017, Hamar árið 2011 og Skallagrímur árið 2002. Fjögur lið hafa einnig fallið úr deildinni með plús/mínus undir -5. Þór Akureyri árið 2009 með -4,9, Skallagrímur árið 2002 með -4,8, Hamar árið 2011 með -4,6 og Haukar árið 2012 með -4,1 en bæði Þór og Haukar unnu 6 leiki.

Tölurnar gætu gefið til kynna að 2011 lið Hamars sé það besta sem hefur fallið, af þeim fallliðum sem tapaði fæstum leikjum þá tapaði það þeim með minnsta muninum að meðaltali. Það er því umdeilanlegt hvort Höttur sé besta liðið sem hefur fallið á þessum árum, en þó klárlega með þeim betri. Þetta er þó óumdeilanlega besta Hattarliðið til að falla.

2021 lið Hauka er þó líklegast besta liðið til að enda í neðsta sæti með sína 6 sigra og plús/mínus upp á -5,9. Fjögurra sigra lið Breiðabliks árið 2004 er með næst besta plús/mínus á eftir Haukum eða -7,5 og þrjú lið hafa svo endað með 5 sigra í tólfta sæti, Fjölnir árið 2013 og 2015, og KFÍ árið 2011 þegar þeir voru -9,2 að meðaltali í leik.

ÁrLiðST+/-
2021Höttur715-5,5
2021Haukar616-5,9
2020Þór Akureyri1615-9,0
2020Fjölnir219-10,9
2019Skallagrímur418-9,5
2019Breiðablik121-16,5
2018Þór Akureyri319-11,3
2018Höttur220-15,7
2017Skallagrímur715-5,7
2017Snæfell022-25,1
2016Fsu319-17,1
2016Höttur319-9,4
2015Fjölnir517-10,3
2015Skallagrímur418-12,9
2014KFÍ418-13,4
2014Valur220-14,6
2013Tindastóll616-5,7
2013Fjölnir517-11,4
2012Haukar616-4,1
2012Valur022-17,0
2011Hamar715-4,6
2011KFÍ517-9,2
2010Breiðablik517-13,5
2010Fsu121-27,4
2009Þór Akureyri616-4,9
2009Skallagrímur220-31,9
2008Hamar418-8,8
2008Hamar418-13,5
2007Þór Þorlákshöfn517-9,0
2007Haukar418-12,0
2006Þór Akureyri517-8,3
2006Höttur319-24,5
2005Tindastóll616-10,7
2005KFÍ220-20,9
2004Þór Þorlákshöfn517-9,4
2004Breiðablik418-7,5
2003Valur517-11,3
2003Skallagrímur418-9,2
2002Skallagrímur2715-4,8
2002Stjarnan022-19,1
2001Valur418-7,3
2001KFÍ418-10,6
2000Snæfell517-13,3
2000ÍA121-30,1
1999Skallagrímur3517-6,7
1999Valur418-9,6
1998Þór Akureyri3418-15,1
1998ÍR319-12,4
1997Þór Akureyri3616-8,5
1997Breiðablik121-17,5

1 Þór átti enn möguleika á að halda sér uppi þegar. 2019-20 tímabilinu var aflýst sökum Covid-19.
2 Skallagrímur hélt sæti sínu í deildinni þar sem Þór Akureyri dró lið sitt úr efstu deild.
3 Tvö lið fóru ekki að falla fyrr en tímabilið 1999-2000.

More in Ísland