Connect with us

Heimurinn

Háskólastelpan sem hættir ekki að troða

Fran Belibi hefur verið að geta sér gott nafn vestanhafs undanfarin ár sem einn helsti kvennkyns troðarinn í Bandaríkjunum. Ólíkt öðrum öðrum þekktari troðurum á borð við Brittney Griner, Candace Parker og Lisa Leslie sem allar eru um eða yfir tvo metrana að þá er Belibi ekki nema um 180 sentimetrar berfætt.

Belibi spilaði first skipulagðan körfubolta þegar hún var 14 ára og var þá þegar farin að geta troðið á löglega körfu. Árið 2017 varð hún fyrsta stúlkan í menntaskólasögu Colorado til að troða í leik og árið 2019 varð hún einn fyrsti kvennmaðurinn sem vitað er um til að taka alley-oop troðslu í leik. Sama ár var hún valinn í McDonald’s stjörnuleikinn þar sem hún gerði sér lítið fyrir og varð önnur konan til að vinna troðslukeppni leiksins á eftir Candace Parker sem vann 2004.

Eftir að menntaskóla lauk gekk hún til liðs við háskólalið Stanford. Á sínu öðru ári, í desember 2020, varð hún áttunda konan til að troða í háskólaleik og átta dögum seinna bætti hún við annari troðslu.

Þrátt fyrir að vera ein efnilegasta körfuboltakona Bandaríkjanna þessa dagana þá eru litlar líkur á að áhorfendur fái að njóta háloftatilþrifa hennar eftir að háskólaferli hennar líkur en hún hefur hug á að feta í fótspor foreldra sinna og skella sér í læknisfræðina.

More in Heimurinn