Connect with us

Hi, what are you looking for?

NBA

Gus Johnson – Fyrsti krafttroðarinn í NBA

Gus „Honeycomb“ Johnson var Charles Barkley áður en það var Charles Barkley í NBA

Gus „Honeycomb“ Johnson var Charles Barkley áður en það var einhver Charles Barkley í NBA. Hann var 198 cm kjötfjall sem elskaði krafttroðslur og braut niður þrjár körfur á ferlinum.

https://www.youtube.com/watch?v=VO4pAiCpaY4

Ólíkt Barkley þá var hann hörku varnarmaður sem gat dekkað allar stöður á vellinum, frá leikstjórnanda upp í miðherja, og var tvívegis valinn í varnarlið ársins.

Ein þekktasta sagan af Gus er þó þegar hann lenti í Wilt Chamberlain í leik Baltimore Bullets og Philadelphia 76ers þann 25. nóvember 1966. Gus hafði troðið illa yfir Chamberlain sem var allt annað en sáttur. Nokkru seinna var Gus aftur á fleygiferð í hraðaupphlaupi með engan annan en Chamberlain milli sín og körfunnar. Gus ætlaði að leika sama leikinn aftur en Chamberlain hafði aðrar hugmyndir.

„It was Gus against Wilt,“ Cunningham said. „Gus went in to dunk, and Wilt caught the ball, threw Gus to the floor, and they had to take Gus off the floor with a dislocated shoulder.“

Billy Cunningham

Gus var fimm sinnum valinn í stjörnuleikinn og fjórum sinnum í annað lið ársins. Hann spilaði 10 ár og var með 16,2 og 12,1 fráköst að meðaltali í leik. Síðasta tímabili sínu skipti hann á milli Phoenix Suns í NBA og Indiana Pacers í ABA en með þeim síðarnefndu vann hann ABA titilinn árið 1973. Hann var valinn í heiðurshöllina árið 2010.

Hann lést 29. apríl 1987, 48 ára að aldri, úr krabbameini.

Og yfir í allt annað

NBA

Hefur þú skólað einhvern það svakalega að hann hættir í körfubolta?

NBA

Hverjir aðrir hefðu getað náð þrennu að meðaltali yfir heilt tímabil ef þeir hefðu einungis fengið sömu mínútur og Robertson

NBA

Þessir leikmenn gætu líklegast vel spilaði í dag og staðið sig vel.