Connect with us

Hi, what are you looking for?

Heimurinn

Topp 6 mómentin úr WNBA

Troðslur, slagsmál og klikkaðar körfur. Það hefur ýmislegt gengið á í 23 ára sögu WNBA deildarinnar.

6. Malace at the Palace II

Fjórum árum eftir stærstu slagsmál NBA deildarinnar brutust út stærstu slagsmálin í sögu WNBA á sama leikvelli í Detroit. 10 leikmenn og einn aðstoðarþjálfari fengu bann fyrir slagsmálin og frákastakóngur deildarinnar, Cheryl Ford, missti af restinu af tímabilinu vegna meiðsla.

5. Nancy Lieberman brýtur sitt eigið met

Bein afleiðing af slagsmálunum hér að ofan var að Detroit Shock samdi við hina 50 ára gömlu Nancy Lieberman um að spila einn leik fyrir liðið þar sem það átti bara 7 leikfæra leikmenn sökum leikbanna og meiðsla Ford. Lieberman spilaði 9 mínútur í næsta leik á móti Houston Comets og gaf á þeim 2 stoðsendingar. Fyrra aldursmetið, sem hún átti einnig, var 39 ár.

4. Dearica Hamby gleymir klukkunni og skorar frá miðju

Charles Barkley sagði eitt sinn að eini munurinn á góðu skoti og lélegu skoti væri hvort það færi ofan í körfuna eða ekki. Hefði Hamby klúðrað skotinu væri hún núna á stalli með J.R. Smith og Chris Webber yfir dýrkeyptustu mistök á lokasekúndum körfuboltaleiks. Í staðin skaut hún Las Vegas Aces beint í undanúrslitin.

3. Lisa Leslie með fyrstu troðslu deildarinnar

Troðslum í WNBA hefur fjölgað talsvert síðustu ár. Candace Parker varð fyrst til að troða í tveimur leikjum í röð og Brittney Griner varð fyrst til að troða tvisvar í sama leiknum. Á undan þeim var það hins vegar Lisa Leslie sem braut ísinn.

https://www.youtube.com/watch?v=d-TGaHknRCs

2. „The shot“ hjá Teresa Weatherspoon

Leikur tvö í úrslitunum, 2,4 sekúndur eftir, liðið þitt er tveimur stigum undir og þið eigið innkast á eigin vallarhelmingi. Ekkert mál ef þú heitir Teresa Weatherspoon.

1. Titilkarfa Nneka Ogwumike

Skotið hjá Weatherspoon tryggði Liberty oddaleik sem þær enduðu með að tapa. Skotið hjá Nneka Ogwumike tryggði titilinn.

Og yfir í allt annað

NBA

21 ári eftir að WNBA deildin var stofnuð er hún loksins á leiðinni í tölvuleikina.

Heimurinn

Diana Taurasi hjá Phoenix Mercury og Seimone Augustus hjá Minnesota Lynx fá dæmdar á sig tvívillu eftir að Taurasi kyssir Augustus í kjölfar smá...