Connect with us

Ísland

Bikarkeppnin 1998: „Hann á að fá 6 stig fyrir þetta!“

Darryl Wilson átti stórleik á móti KFÍ í Bikarúrslitunum 1998.

Bikarkeppnin 1998: „Hann á að fá 6 stig fyrir þetta!“

Darryl Wilson var maður leiksins þegar Grindvíkingar tryggðu sér bikarmeistaratitilinn 1998 á móti KFÍ fyrir fullri laugardagshöll. Skoraði hann 37 stig, þar á meðal þessa þriggja stiga körfu á lokasekúndum fyrri hálfleiks.

„Ofan í! Hvar stóð hann drengurinn, hvar stóð hann eiginlega? Þetta var ótrúleg karfa hjá Darryl Wilson. Hann á að fá 6 stig fyrir þetta!“

Valtýr Björn Valtýsson

Endaslepptur ferill á Íslandi

Í deilarkeppninni var Wilson óstöðvandi, en hann leiddi deildina í stigum með 33,3 stig að meðaltali í leik og setti niður 4,8 þrista á 47% skotnýtingu. Þrátt fyrir gríðarlega hæfileika þá endaði ferill hans snögglega hér á landi en Grindavík rak hann frá liðinu þegar fjórir leikir voru eftir vegna síendurtekinna agabrota. Þrátt fyrir brottrekstur hans enduðu Grindvíkingar efstir í deildinni en duttu svo óvænt út fyrir ÍA í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

More in Ísland