Eins og flestir hafa frétt þá er búið að fresta NBA deildinni að minnsta kosti tímabundið eftir að Rudy Gobert greindist með COVID-19 vírusinn.
Það var því kaldhæðni örlaganna að Gobert hafi grínast með hættuna á smiti á blaðamannafundi rétt um 48 tímum áður en hann greindist sjálfur en deildin hafði gert þá kröfu að blaðamenn yrðu í um 2 metra fjarlægð frá leikmönnum í viðtölum.
