John „Hot Plate“ Williams var einn af hæfileikaríkari leikmönnum NBA deildarinnar undir lok níunda áratugarins og í byrjun þess tíunda.
Hann átti þó í erfiðleikum með þyngdina allan sinn feril sökum þunglyndis og stress en Williams varð fyrir þó nokkrum persónulegum áföllum áður en hann var valinn í deildina auk þess sem hélt uppi fjölda manns fjárhagslega.
Eftir að NBA ferlinum lauk spilaði hann 6 tímabil í hinni spænsku ACB deild með ágætum árangri.
