Connect with us

Ísland

Lögðu niður kvennaliðið sökum skorts á uppöldum leikmönnum – bættu í dag við sig áttunda aðkomumanninum í karlaliðið

Stjarnan komst í fréttirnar í sumar er félagið dróg meistaraflokk kvenna úr Úrvalsdeildinni og skráði í 1. deildina eftir að nokkrir byrjunarliðsmenn höfðu leitað á önnur mið. Félagið gerði svo gott betur um haustið og ákvað að leggja niður meistaraflokkinn hjá sér þar sem stjórnin vildi ekki tefla fram liði sem samanstæði ekki að mestu úr uppöldum leikmönnum.

„Við vildum ekki aftur vera í þeirri stöðu að lenda í því að ári að vera með lið sem við erum að búa til úr „aðkomustúlkum“ en ekki úr uppöldum Stjörnustelpum.“

Birgir Kaldal Kristmannsson, formaður meistarflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni.

Ljóst er að Stjarnan gerir ekki sömu kröfur til karlaliðsins því af níu mínútuhæstu leikmönnum liðsins í Úrvalsdeild karla í vetur koma sjö frá öðru félagi eða landi.

  • Nikolas Tomsick – Bandaríkin – 31:29 mín.
  • Jamar Akoh – Bandaríkin – 30:30 mín.
  • Ægir Þór Steinarsson – Fjölnir – 30:27 mín.
  • Kyle Johnson – England – 30:09 mín.
  • Tómas Hilmarsson – Stjarnan – 27:53 mín.
  • Hlynur Bæringsson – Grundafjörður – 27:45 mín.
  • Arnór F. Guðmundsson – Fjölnir – 19:50 mín.
  • Dúi Þór Jónsson – Stjarnan – 08:29 mín.
  • Ágúst Angatýsson – KFÍ/Breiðablik – 07:50 mín.

Í dag samdi Stjarnan svo við landsliðsmanninn Gunnar Ólafsson um að leika með liðinu en hann fær leikheimild í janúar. Gunnar, sem er uppalinn hjá Fjölni, byrjaði tímabilið á Spáni en lék þar á undan með Keflavík og St. Francis háskólanum.

Það er ekki óvarlegt að áætla að Gunnar sé ekki að koma til Stjörnunar til að sitja á bekknum og því má fastlega búast við að fleiri uppaldir Fjölnismenn verði í róteringunni hjá Stjörnunni eftir áramót heldur en uppaldir Stjörnumenn, sem voru þó fáir fyrir.

En sem betur fer fyrir strákana þá eru þeir ekki stelpur.

Mynd: FB síða Stjörnunnar.

More in Ísland