Connect with us

Hi, what are you looking for?

Ísland

Er Helgi Rafn grófasti leikmaður Íslandssögunnar?

Helgi Rafn komst í fréttirnar eftir meiðsli Jóns Arnórs Stefánssonar.

Helgi Rafn Viggósson komst í fréttirnar eftir Jón Arnór Stefánsson meiddist þegar hann lenti á fæti Helga eftir skottilraun undir lok þriðja leikhluta á leik KR og Tindastóls í gær. Meiðsli Jóns urðu þess valdandi að hann missti af restinni af leiknum sem KR tapaði 85-92.

Þrátt fyrir að Helgi segði í viðtali eftir leikinn að atvikið, sem hann fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu fyrir, hefði verið óviljaverk og hann hefði ekki ætlað að slasa Jón, þá voru KR-ingar langt í frá sáttir.

Brynjar Þór Björnsson, fyrrum samherji Helga hjá Tindastól og leikmaður sem þekkir vel til þess að vera sakaður um grófan leik, sendi honum pillu þegar hann sagði í viðtali að Jón hefði verið „náttúrulega tekinn út„. 

Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, gagnrýndi Helga einnig harðlega í viðtali við Vísir.is eftir leik.

„Mér fannst brotið hans Helga ljótt og ég er búinn að fá nóg af þessu. Þetta er ekki fyrsti maðurinn sem hann meiðir þegar sóknarmaðurinn fer í skot og það á að taka þetta út, hætta þessu.“ 

Eftir leikinn, þegar flestir voru farnir heim, hnakkrifust Helgi og Ingi inn á vellinum en Helgi var afar ósáttur við ásökun Inga um að hann væri viljandi að slasa leikmenn inn á velli og þá sér­stak­lega vegna þess að ung­ur son­ur hans heyrði þau. Ingi svaraði honum fullum hálsi samkvæmt Mbl.is.

„Þú ert maður leiks­ins. Tíu stig, sex frá­köst og þú tókst Jón Arn­ór út, vel gert!“

En er Helgi Rafn jafn grófur leikmaður og Ingi Þór heldur fram? Hann er svo sannarlega þekktur fyrir mikla baráttu, rökræður við dómara og að kalla ekki allt ömmu sína. Hins vegar hafa ekki nein mál varðandi hann sem tengjast grófum brotum ratað inn á borð aganefndar KKÍ. Á 19 ára ferli Helga í meistaraflokki hefur aganefnd fimm sinnum tekið fyrir kærur á hendur honum samkvæmt kki.is, í öll skiptin vegna „óprúðmannlegrar framkomu“ eða „óhóflegra mótmæla“. Í þessum málum hefur hann þrívegis fengið 1 leikja bann, einu sinni áminningu og einu sinni var málinu vísað frá en þess má geta að aganefnd tók síðast fyrir mál er varðaði hann árið 2010.

KR-ingar hafa sjálfir ekki farið varhuga af ásökunum um grófan leik á árinu en Borche Ilievski, þjálfari ÍR, fór hörðum orðum um leikmenn KR fyrir oddaleik úrslitaseríunnar síðasta vor eftir að Kevin Capers, leikmaður ÍR, brotnaði á hendi í kjölfar þess að Jón Arnór braut á honum.

Og yfir í allt annað

Ísland

2021-2022 tímabilið í [Insert sponsor name here]-deild karla er handan við hornið og því ákváðum við að kasta saman í eina afar vísindalega samsetta...

Ísland

Er KR að fara að taka þetta sjöunda árið í röð?

Ísland

KR að fara í 6-peat? Ekki séns.

Ísland

Kendall Pollard setti punktinn yfir i-ið í frábæri frammistöðu KR í gær.