Connect with us

Hi, what are you looking for?

Ísland

Dæmdi tæknivillu á læknir sem vildi hlúa að leikmanni

Læknirinn og landsliðskonan Unnur Tara Jónsdóttir fékk eina sérstökustu tæknivillu tímabilsins dæmda á sig í stórleik KR og Vals í gærkvöldi.

Í lokafjórðungnum lenti Sóllilja Bjarnadóttir, leikmaður KR, illa eftir að hafa farið upp í frákast á móti Helenu Sverrisdóttur hjá Haukum. Unnur Tara, sem var á bekknum þegar þetta gerðist, hljóp til og bað um leyfi til að fara inn á völlinn til að aðstoða, enda er hún starfandi læknir. Ísak Ernir Kristinsson, einn af dómurum leiksins, neitaði henni um það leyfi og kvaðst hún þá ætla að spyrja annan dómara. Ísak tók því illa og dæmdi tæknivillu á Unni.

KR-ingar voru að vonum mjög ósáttir með tæknivilluna og Unnur Tara gagnrýndi hann líka í viðtali við Vísi eftir leikinn.

Tæknivillan er ekki síst skrautleg í ljósi þess að samkvæmt reglu 5.5. í reglugerð FIBA þá þurfa læknar ekki leyfi dómara til að fara inn á völlinn til að hlúa að leikmanni álíti þeir sem svo að þörf sé á því. Ekki er tekið fram í reglunni að um liðslækni þurfi að vera.

Sjá má atvikið í frétt Vísir.is um málið.

Tæknivillan var einnig harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlunum en miklar umræður spunnumst um hana á bæði Facebook og Twitter.

https://twitter.com/bryndisgull/status/1184611141533741059

Uppfært: Dómaranefnd KKÍ sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem fram kom ákvörðunin um tæknivilluna hafi verið röng og að dómarinn hefði beðist afsökunar á að hafa meinað Unni að fara inn á völlinn

Og yfir í allt annað

NBA

DeMarcus Cousins heldur áfram í krossferð sinni í að brjóta tæknivillumet Rasheed Wallace en í nótt var hann rekinn út úr húsi eftir að...