X-Maðurinn, Xavier McDaniel var ekki þekktur fyrir að kalla allt ömmu sína á vellinum. Þessi krúnurakaði harðjaxl skoraði grimmt fyrir Seattle SuperSonics og Phoenix Suns áður en hann flutti sig yfir til New York þar sem hann varð harðasti gaurinn í liði sem innihélt nöfn eins og Oakley, Ewing og Mason og lenti upp á kant við allt Bulls liðið í úrslitakeppninni árið 1992.
Eftir eitt tímabil í eplinu spilaði hann nokkur tímabil með Boston og eitt í Evrópu áður en hann kláraði ferilinn með New Jersey Nets.
