Connect with us

Ísland

Spáin: Domino’s deild karla 2019-2020

Er KR að fara að taka þetta sjöunda árið í röð?

2019-2020 tímabilið í Domino's deild karla er handan við hornið og því ákváðum við að kasta saman í eina afar vísindalega samsetta spá. Spoiler: KR vinnur í lokin.

11. Fjölnir

Ef Fjölnir hefði alla uppöldu leikmennina sína sem hafa verið að spila í efstu deild og með landsliðinu þá væru þeir í titlabaráttu. En þeir hafa þá ekki og því verður eina baráttan sem þeir taka þátt í fallbaráttan.

Komnir: Jere Vucica (Þýskaland), Victor Moses (England), Orri Hilmarsson (KR)
Farnir: Davíð Guðmundsson (Skallagrímur), Marquese Oliver, Arnar Geir Líndal (Sindri), Sigmar Jóhann Bjarnason (Selfoss), Davíð Alexander H. Magnússon (Keflavík)

More in Ísland