Connect with us

Ísland

Spáin: Domino’s deild karla 2019-2020

Er KR að fara að taka þetta sjöunda árið í röð?

2019-2020 tímabilið í Domino’s deild karla er handan við hornið og því ákváðum við að kasta saman í eina afar vísindalega samsetta spá. Spoiler: KR vinnur í lokin.

Fyrri1 of 12

12. Þór Akureyri


Þórsurum var næstum meinað að fara í Úrvalsdeildina því þeir höfðu ekki borgað reikninana sína við KKÍ yfir tímabilið. Eftir að hafa gert upp við sambandið þá leit út fyrir í byrjun september að þeir yrðu ekki með sökum mannfæðar í stjórn og óvissu um fjármál. Þeir björguðu sér þó aftur fyrir horn en eitthvað segir okkur að körfuboltaguðirnir ætli sér að koma liðinu niður aftur með öllum tiltækum ráðum.

Komnir: Mantas Virbalas (Frakkland), Zeek Woodley (Kosovo), Hansel Atencia (USA), Pablo Hernández (USA)
Farnir: Pálmi Geir Jónsson (Hamar), Bjarni Rúnar Lárusson (Hamar), Larry Thomas, Damir Mijic, Ingvi Rafn Ingvarsson

More in Ísland