
Það gerist ekki oft að það sé troðið í handboltaleik. Kannski eins gott því maður staldrar ekki lengi við inn á vellinum í kjölfarið.
Þess má geta að aganefnd HSÍ ákvað að dæma hann ekki í bann fyrir atvikið en einnig var hart pressað á Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara Vals, að refsa leikmanni sínum en hann ákvað að gera það ekki. Hann lofaði þó að engar troðslur kæmu frá honum í framtíðinni.
„Hann kemur ekki nálægt körfubolta á handboltavelli aftur – ekki einu sinni í upphitun.“
Hér má svo sjá hina umdeildu troðslu Baldvins.
