Connect with us

Hi, what are you looking for?

Íslandsmeistarar ÍR 1957. Aftari röð f.v.: Hrefna Ingimarsdóttir þjálfari, Hildur Gísladóttir, Perla Guðmundsdóttir, Unnur Þorkelsdóttir og Þóra Sumarliðadóttir. Fremri röð f.v.: Guðrún Steingrímsdóttir, Gerða Jónsdóttir og Laufey E. Sigurðardóttir.

Ísland

Frumkvöðullinn Hrefna Ingimarsdóttir

Einn fyrsti kvennkyns þjálfarinn á Íslandi.

Íslandsmeistarar ÍR árið 1957. Aftari röð f.v.: Hrefna Ingimarsdóttir þjálfari, Hildur Gísladóttir, Perla Guðmundsdóttir, Unnur Þorkelsdóttir og Þóra Sumarliðadóttir.
Fremri röð f.v.: Guðrún Steingrímsdóttir, Gerða Jónsdóttir og Laufey E. Sigurðardóttir.

Hrefna Ingimarsdóttir er nafn sem kveikir ekki ljós hjá mörgum körfuknattleiksunnendum í dag en hún var einn af frumkvöðlunum í þjálfun kvenna í körfuknattleik á Íslandi og undir hennar stjórn vann ÍR þrjú af fyrstu fjórum Íslandsmótunum.

Hrefna fæddist 30. ágúst 1931 í Hnífsdal. Eftir að hafa lokið prófi frá Gagnfræðiskóla Ísafjarðar hélt hún í nám við Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni árið 1949. Þar komst hún í kynni við körfuknattleik sem kenndur var af Sigríði Valgeirsdóttur, sem sjálf hafði kynnst körfuknattleik er hún stundaði nám við skóla í Bandaríkjunum.

Körfuknattleikurinn sem þá var kenndur konum var ólíkur þeim sem við þekkjum í dag. Sex leikmenn voru saman í liði, þrír fyrir framan miðju og þrír fyrir aftan miðju og var öllum óheimilt að fara yfir miðlínuna. Leikmenn skiptust því í sóknarleikmenn og varnarleikmenn.

Haustið 1950 var kvennaflokkur fyrst stofnaður hjá Íþróttafélagi Reykjavíkur og var Hrefna þjálfari. Meistaraflokkurinn tók þátt í fyrsta Íslandsmótinu árið 1953 en þá voru einungis tvö lið skráð til leiks, ÍR og Ármann. Aðeins einn leikur fór fram og vann Ármann hann með nokkrum yfirburðum og hampaði því fyrsta Íslandsmeistaratitli kvenna.

Næsta Íslandsmót kvenna var ekki haldið fyrr en 1956 en þá fór ÍR með sigur af hólmi. Það endurtók leikinn næstu tvö tímabil og hampaði Íslandsmeistaratitlinum 1957 og 1958. Við Íslandsmótið 1958 urðu þó þau „mistök“ að leikið var eftir hinum hefðbundnu alþjóðareglum sem samþykktar höfðu verið 1956 en ekki sérreglunum sem minnst er á hér að ofan og giltu hjá ÍSÍ til 1959.

Hrefna þjálfaði meistaraflokk kvenna hjá ÍR til ársins 1959 en þá tók Einar Ólafsson við.

Og yfir í allt annað

Ísland

2021-2022 tímabilið í [Insert sponsor name here]-deild karla er handan við hornið og því ákváðum við að kasta saman í eina afar vísindalega samsetta...

Ísland

Gömlu Reykjavíkurstórveldin KR og ÍR eiga sér langa sögu saman og elduðu grátt silfur lengi vel á upphafsárum körfuboltans á Íslandi en bæði lið...

Ísland

Er KR að fara að taka þetta sjöunda árið í röð?

Ísland

Árið 1970 beið þjóðin spennt eftir úrslitaeinvígi ÍR og KR sem svo aldrei varð.