Marvin Valdimarsson er hættur spili í efstu deild og tekur líklegast hæfileika sína í Forsetahöllina á Álftanesi á komandi tímabili. Það er því ekki úr vegi að rifja upp eina eftirminnilegustu körfu hans á ferlinum þegar hann rak síðasta naglann í kistu Keflvíkinga í úrslitakeppninni vorið 2014.
Komið gott hjá mér. Kannski spriklar maður eitthvað áfram með gömlun félögum, hver veit.
En þetta var hrikalega gaman, geggjuð ár í Hveragerði og stórkostleg í Garðabænum.
Á eftir að sakna þess að rífast í dómurunun og sveifla olnboganum.
Takk fyrir mig. https://t.co/LGyNdm4k7Q— Marvin Vald (@MarvinVald) September 17, 2018
Hvítan Perlan hætt. Fékk hann til mín þegar ég þjálfaði meistaraflokk karla hjá Fjölni og hafði þvílíkt gaman af honum. Þá hafði hann aðeins einu sinni komið inn í lyftingasal. Ekki til að lyfta heldur að leita af vini sínum 😄#körfubolti https://t.co/KjLMp5DgqZ
— Benedikt Guðmundsson (@BenediktGumund1) September 17, 2018
Hér má svo sjá annað sjónarhorn af körfunni góðu.
