Connect with us

Ísland

Spáin: Domino’s deild kvenna 2018-2019

Geta Haukar unnið aftur án Helenu?

2018-2019 tímabilið í Domino's deild kvenna er handan við hornið og því komin tími á smá spá.

7. Breiðablik

Líkt og karlalið Breiðabliks þá verslaði kvennaliðið sér nýtt lið í sumar, þar af einn fyrrum WNBA leikmann, Kelly Faris að nafni. Hún hefur þó helst verið þekkt fyrir varnartilburði á ferli sínum og ekki ljóst hver á að bera uppi sóknina í liðinu.

Komnar: Kelly Faris (USA/Ísrael), Björk Gunnarsdóttir (Njarðvík), Erna Freydís Traustadóttir (Njarðvík), Bryndís Hanna Hreinsdóttir (Stjarnan), Hulda Ósk Bergsteinsdóttir (Njarðvík), Ragnheiður Björk Einarsdóttir (Haukar), Þórdís Jóna Kristjánsdóttir (Haukar)
Farnar: Telma Lind Ásgeirsdóttir (Keflavík), Auður Íris Ólafsdóttir (Stjarnan), Lovísa Falsdóttir (Barneignarleyfi), Kristín Rós Sigurðardóttir (ÍR), Whitney Kiera Knight (USA)

More in Ísland