
2018-2019 tímabilið í Domino’s deild kvenna er handan við hornið og því komin tími á smá spá.
8. KR
Á meðan karlalið KR baðaði sig í sólinni á Spáni, þá var lítið sem ekkert að frétta af kvennaliðinu. Fyrir utan Kiana Johnson, þá hefur KR ekki bætt við sig einum einasta leikmanni í sumar, mögulega þó því Stjarnan og Breiðablik sömdu við þá alla. Miðað við að liðið þurfti erlendan leikmann til að sigra 1. deildina í fyrra, þá gætu þær orðið fyrir menningarsjokki í vetur enda talsverður munur á deildunum. Það er spurning hvort körfuknattleiksdeildin splæsi í Bosman ef liðið hikstar í byrjun tímabils, það er ef peningurinn kláraðist ekki í utanlandsferðinni.
Komnar: Kiana Johnson (USA/Finnland)
Farnar: Gunnhildur Bára Atladóttir (Erlendis), Alexandra Petersen (Fjölnir), Marín Matthildur Jónsdóttir (Valur)
Hittum við naglann á höfuðið eða erum við algjörlega út á túni? Hraunaðu yfir okkur á Facebook eða Twitter.

