Connect with us

Hi, what are you looking for?

Heimurinn

Thon Maker og Andray Blatche létu höggin tala

Hnefahögg og stólar flugu í landsleik Ástralíu og Filipseyja í undankeppni HM í dag.

Það er óhætt að segja að allt hafi orðið brjálað í leik Ástralíu og Filipseyja í undankeppni HM í dag eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Thon Maker, leikmaður Milwaukee Bucks, sparkaði í menn eins og enginn væri morgundagurinn og fyrrum NBA leikmaðurinn Andray Blatche lét nokkur högg fljúga.

Þrettán leikmenn voru reknir af velli áður en leikurinn byrjaði aftur, og það þrátt fyrir að Filipseyjingar höfðu einungis þrjá leikmenn eftir. Hann var hins vegar flautaður af skömmu seinna eftir að tveir leikmenn Filipseyja villuðu sig viljandi útaf.

Heimamenn héldu svo upp á atvikið með því að taka selfie.

Og yfir í allt annað

NBA

Þótt þú sér harður í Ameríku þá ertu ekki endilega harður í Serbíu.

NBA

Á tíunda áratug síðustu aldar hefðu fæstir NBA leikmenn reynt að stofna til slagsmála við Anthony Mason. Manute Bol var ekki einn af þeim.

NBA

Jeff "Horny" Hornacek, núverandi þjálfari Knicks, er ekki beint týpan sem maður býst við að sjá slást upp í áhorfendastúku.

Ísland

Anthony Gurly er líklega á leiðinni í bann fyrir þetta.