Það er óhætt að segja að allt hafi orðið brjálað í leik Ástralíu og Filipseyja í undankeppni HM í dag eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Thon Maker, leikmaður Milwaukee Bucks, sparkaði í menn eins og enginn væri morgundagurinn og fyrrum NBA leikmaðurinn Andray Blatche lét nokkur högg fljúga.
Þrettán leikmenn voru reknir af velli áður en leikurinn byrjaði aftur, og það þrátt fyrir að Filipseyjingar höfðu einungis þrjá leikmenn eftir. Hann var hins vegar flautaður af skömmu seinna eftir að tveir leikmenn Filipseyja villuðu sig viljandi útaf.
Heimamenn héldu svo upp á atvikið með því að taka selfie.
This just happened. After one of the wildest on-court brawls in recent memory, the Philippines team pauses to pose for a selfie, like there’s something to celebrate pic.twitter.com/fTXAaBA5lp
— Mitchell Scott (@WhippingBoySEN) July 2, 2018
