Connect with us

Hi, what are you looking for?

Ísland

KáJoð skaut Álftanesi í úrslitin

Kjartan Atli Kjartansson kláraði Stál-Úlf á lokasekúndunum.

Stál-Úlfur og Álftanes mættust í undanúrslitum 3. deildar karla í Fagralundi í gær. Stál-Úlfur hafði farið ósigrað í gegnum deildina og sigrað alla 12 leikina sína, og alla nema einn með 20 stiga mun eða meira. Naumasti sigur þeirra í deildinni var einmitt 86-81 sigur á Álftanesi í janúar en Álftnesingar enduðu í fjórða sæti deildarinnar, jafnt Vestra-b og Fjarðarbyggð að stigum en með lakari árangur í innbyrðis viðureignum.

Leikur liðanna í dag var einnig í hnífjafn en í lokin steig hinn kunni körfuknattleiksmaður Kjartan Atli Kjartansson upp og skaut gestunum í úrslitin en hann setti niður þrist og tvö víti á síðustu 15 sekúndunum og tryggði Álftanesi 69-72 sigur og farseðil í úrslitin.

Þess má geta að Kjartan hafði verið ískaldur frá þriggja stiga línunni í leiknum og hafði einungis sett niður 3 af 19 þriggja stiga skotum sínum fyrir lokaskotið en, líkt og Shaq á vítalínunni, þá setti hann það niður þegar það skipti máli.

Kjartan Atli var stigahæstur hjá Álftanesi með 30 stig en hjá Stál-Úlf var Zilvinas Buksnys stigahæstur með 16 stig.

Í úrslitunum mætir Álftanes annað hvort Vestra-b eða Fjarðarbyggð.

Tölfræði leiksins

Og yfir í allt annað

NBA

Að eigin sögn að minnsta kosti.

Ísland

Árið 1970 beið þjóðin spennt eftir úrslitaeinvígi ÍR og KR sem svo aldrei varð.

NBA

Oklahoma menn voru ekki sáttir við dómarana í gærkvöldi.

Ísland

Kendall Pollard setti punktinn yfir i-ið í frábæri frammistöðu KR í gær.