Liðsmenn Oklahoma voru langt í frá sáttir með að Rudy Gobert hefði ekki fengið villu þegar hann rakst í Paul George í lokaskoti hans. OKC var þá þremur stigum undir og hefði karfa frá George jafnað leikinn. En í stað þess að fá möguleika á að jafna leikinn á vítalínunni þá endaði OKC með að tapa leiknum 96-91 og seríunni 4-2.
Russell Westbrook, sem skoraði 46 stig og tók 43 skot, var að vonum ekki í sínu besta skapi eftir leikinn líkt og ákveðinn áhangandi Jazz komst að.
