Íslenska landsliðið í körfubolta hefur telft fram 11 Íslendingum af erlendum uppruna í gegnum tíðina, þ.e. einstaklingum fæddum af erlendum foreldrum utan Íslands, sem hafa síðar meir fengið íslenskan ríkisborgararétt. Jón Arnór Stefánsson, sem fæddur er í Skövde í Svíþjóð en á íslenska foreldra, telst því ekki með.
Ívar Webster varð fyrsti íslenski landsliðsmaðurinn af erlendum uppruna árið 1984 en samtals spilaði hann 37 leiki fyrir landsliðið. 10 árum eftir að hann spilaði sinn síðasta landsleik, árið 1997, bættust tveir við í hópinn, þeir Alexander Ermolinskij og Jónatan James Bow.
Þekktastur er líklegast sonur Alexanders, Pavel Ermolinskij, sem hefur leikið 67 leiki fyrir landsliðið síðan 2004 og farið með liðinu á EuroBasket 2015 og 2017.
Pavel Ermolinskij (USSR) – 67 leikir (2004-)
Ívar DeCarsta Webster (USA) – 37 leikir (1984-87)
Brenton Birmingham (USA) – 19 leikir (2002-2007)
Jónatan James Bow (USA) – 8 leikir (1997-1999)
Alexander Ermolinskij (USSR) – 6 leikir (1997)
Damon Johnson (USA) – 5 leikir (2003)
Maciej Baginski (Póland) – 5 leikir (2017-)
Darrel Keith Lewis (USA) – 4 leikir (2005)
Kevin Grandberg (USA) – 4 leikir (2002)
Justin Shouse (USA) – 4 leikir (2013)
Mirko Stefán Virjevic (Serbía) – 1 leikur (2004)
Uppfært: 17. febrúar 2017
Það er vert að taka fram að hvorki Pavel né Maciej teljast sem „internationalized“ leikmenn samkvæmt reglum FIBA þar sem þeir fengu báðir ríkisborgararétt sinn fyrir sextán ára aldur.
Heimild: kki.is
