Connect with us

Ísland

Stóra villumálið á Sauðárkróki

Ekki voru allir með á hreinu hvað gekk á í fjórða leikhluta.

Mikill ruglingur var í fjórða leikhluta á leik Tindastóls og ÍR í gær er Matthías Orri Sigurðarson fór á vítalínuna og setti niður eitt skot áður en dómarar leiksins tóku stigið af ÍR og létu þá taka innkast í staðinn.

https://www.youtube.com/watch?v=azM1dVSO55Q
Klipping: Ágúst Óli Ólafsson / Upptaka: Tindastóll TV

Upphaf vandamálanna var að þegar Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, fær óíþróttamannslega villu dæmda á sig fyrir brot sitt á Matthías Orra Sigurðarsyni. Hann hafði áður fengið óíþróttamannslega villu í byrjun leiks og er því vísað inn í klefa. Í kjölfarið þá setur ritaraborðið tvær auka villur á hann til að leiktaflan sýni að hann sé útilokaður frá leiknum, eitthvað sem ekki á að gera. Það hefur þær afleiðingar að villufjöldinn á stigatöflunni er rangur og þegar Axel Kárason brýtur á Matthíasi þegar um 6 mínútur eru eftir að þá segir taflan að það sé komin bónus. Við tók þá smávegis reikistefna en skýrslan var rétt og dómarar leiksins tóku því rétta ákvörðun í kjölfarið.

More in Ísland