Ekki margir vita að boxarinn Manny Pacquiao var atvinnumaður í körfubolta þar til á þessu ári með Kia Picanto í filippísku PBA deildinni, þeirri sömu og Kristófer Acox spilaði í í haust. Það hjálpaði vissulega til að Manny þjálfaði liðið.
Hann spilaði 10 leiki á árunum 2014 til 2017 og skoraði samtals 13 stig, eða 1,3 stig að meðaltali í leik.
