1. deildin hefst 5. október næstkomandi og að þessu sinni taka níu lið þátt en tíunda liðið og sigurvegarar 2. deildar á síðasta tímabili, Hrunamenn/Laugdælir, drógu lið sitt úr keppni korteri fyrir mót. Sú löngu tímabæra breyting hefur einnig verið gerð að einungis eitt lið fellur úr deildinni í stað tveggja liða áður og því ljóst að ekkert lið fellur niður um deild á þessu tímabili.
