Connect with us

Ísland

Spáin: 1. deild karla 2017-2018

Fara Gnúpverjar upp um deild þriðja árið í röð?

Spáin: 1. deild karla 2017-2018

1. deildin hefst 5. október næstkomandi og að þessu sinni taka níu lið þátt en tíunda liðið og sigurvegarar 2. deildar á síðasta tímabili, Hrunamenn/Laugdælir, drógu lið sitt úr keppni korteri fyrir mót. Sú löngu tímabæra breyting hefur einnig verið gerð að einungis eitt lið fellur úr deildinni í stað tveggja liða áður og því ljóst að ekkert lið fellur niður um deild á þessu tímabili.

8. Hamar


Þjálfari: Pétur Ingvarsson
Síðast: 5. sæti í 1. deild

Hamarsmenn voru hársbreidd frá því að komast upp í Úrvalsdeild í vor. Það var kannski eins gott að þeir gerðu það ekki því flestir sem vettlingi geta valdið eru annað hvort hættir eða farnir.


Komnir: Arnór Ingi Ingvason (Keflavík), Julian Nelson (USA), Michael Orris (USA), Þorgeir Freyr Gíslason (Fjölnir)
Farnir: Björn Ásgeir Ásgeirsson (Vestri), Hilmar Pétursson (Keflavík), Erlendur Stefánsson (Þór Þorlákshöfn), Christopher Woods (Hættur), Örn Sigurðsson (Hættur), Snorri Þorvaldsson (Hættir)

More in Ísland