Connect with us

Ísland

Spáin: 1. deild karla 2017-2018

Fara Gnúpverjar upp um deild þriðja árið í röð?

Spáin: 1. deild karla 2017-2018

1. deildin hefst 5. október næstkomandi og að þessu sinni taka níu lið þátt en tíunda liðið og sigurvegarar 2. deildar á síðasta tímabili, Hrunamenn/Laugdælir, drógu lið sitt úr keppni korteri fyrir mót. Sú löngu tímabæra breyting hefur einnig verið gerð að einungis eitt lið fellur úr deildinni í stað tveggja liða áður og því ljóst að ekkert lið fellur niður um deild á þessu tímabili.

Fyrri1 of 9

9. Snæfell


Þjálfari: Ingi Þór Steinþórsson
Síðast: 12. sæti í Úrvalsdeild

Góðu fréttirnar eru að Snæfell fellur ekki í vor. Slæmu fréttirnar eru að þeir verða samt líklegast neðstir aftur. Snæfell var ekki með sterkt lið í fyrra á 1. deildar mælikvarða og síðan þá hafa þeir misst tvo af sínum bestu mönnum, þá Andrée Michelsson og Árna Elmar Hrafnsson, en halda þó áfram Bandaríkjamanninum Christian Covile. Þeir sýndu hins vegar ekki mikið í æfingarleik á móti Vestra í september þar sem þeir skoruðu einungis 46 stig.

Ingi Þór er þó ennþá þjálfarinn þeirra þannig að það eru ágætis líkur á því að við þurfum að troða þessari spá ofan í okkur næsta vor. Mögulega með hans hjálp.


Komnir: Nökkvi Már Nökkvason (Grindavík), Elías Björn Björnsson (Skallagrímur), Einar Ólafsson(Valur)
Farnir: Andrée Michelsson (Höttur), Árni Elmar Hrafnsson (Breiðablik), Maciek Klimaszewski (FSu), Snjólfur Björnsson (Valur)

More in Ísland