Connect with us

Hi, what are you looking for?

Ísland

Gæti Njarðvík-b unnið 1. deildina?

Stjörnulið Reykjanesbæjar sló út eitt af toppliðum 1. deildarinnar í Maltbikarnum. Gætu þeir unnið restina?

Það kom sumum á óvart að 2. deildarliðið Njarðvík-b hafi slegið út Skallagrím, sem er enn ósigrað í 1. deildinni. Var þetta dagsformið hjá Njarðvíkingum eða gætu þeir raunverulega verið eitt af toppliðunum í 1. deildinni?

Langa svarið væri að þeir yrðu „contenders“ en ekki „pretenders“ í 1. deildinni þrátt fyrir kanaleysi. Páll Kristinsson yrði líklegast næst besti stóri maðurinn í deildinni á eftir tröllatvennukónginum Nemanja Knezevic hjá Vestra. Trúið þið því ekki? Tveir af topp 5 frákösturunum í deildinni eru Darrell „Löngu-kominn-fram-yfir-síðasta-söludag“ Flake og bakvörðurinn Derek Shouse. 1. deildin er ekki beint að drukkna í frambærilegum stórum mönnum í Úrvalsdeildarklassa. Ofan á það þá myndi Magnús Þór Gunnarsson líklegast setja einhver þriggja stiga met og Páll Axel, Gunnar Einarsson og Arnar Freyr Jónsson yrðu allir mjög frambærirlegir 1. deildarleikmenn. Ef þeir nenntu.

Staðreyndin er að ef þú varst í landsliðsklassa, þá gætiru framlengt ferilinn um ansi mörg ár með því að fara í 1. deildina. 45 ára gamall Guðmundur Bragason var með 16,0 stig og 13,5 fráköst að meðaltali í leik í 1. deildinni tímabilið 2011-2012. Mest tók hann 29 fráköst í einum leik. Sama tímabil spilaði Helgi Jónas Guðfinnsson 2 leiki í deildinni og var með 31,0 stig á 63,6% skotnýtingu og 50% þriggjasta nýtingu, 9,0 fráköst og 6,0 fráköst að meðaltali í leik. Tímabilið á undan skoraði hann 3,0 stig per leik með Grindavík í úrvalsdeildinni. Fannar Helgason fór úr því að vera fyrir-neðan-miðlungs úrvalsdeildarmiðherji með Stjörnunni í frákastarskrýmsli með ÍA sem reif mest niður 30 fráköst í einum leik. Jón Orri Kristjánsson er einn besti stóri maðurinn í 1. deildinni þrátt fyrir að líta út fyrir að æfa minna en leikmenn B-liðs Njarðvíkur.

Stutta svarið væri já, þeir gætu unnið 1. deildina.

Og yfir í allt annað

Ísland

Leikstjórnandinn Jose Medina Aldana fór mikinn í sigurleik Hamars á Selfossi í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni 1. deildarinnar í gær en samkvæmt tölfræðiskýrslunni...

Ísland

Stórskemmtileg netþáttaröð frá Gnúpverjum.

Ísland

Svarta Perlan er ekki komin hingað til að leiða deildina í stoðsendingum

Ísland

Þegar Valur og Skallagrímur mættust í 1. deild karla vorið 2010 átti Hafþór Gunnarsson hjá Skallagrím þessa ævintýranlegu sendingu sem hafnaði beint í körfunni.