Connect with us

NBA

Var þrennutímabil Big O svo einstakt?

Hverjir aðrir hefðu getað náð þrennu að meðaltali yfir heilt tímabil ef þeir hefðu einungis fengið sömu mínútur og Robertson

Var þrennutímabil Big O svo einstakt?

Oscar Robertson er vel þekktur leikmaður en þekktastur er hann þó líklegast fyrir tímabilið þar sem hann var með þrefalda tvennu að meðaltali í leik. Lengi vel var talað um að þetta væri eitt af fáum afrekum í deildinni sem aldrei yrði leikið eftir.

Einhver gleymdi að segja Russell Westbrook það.

Á þrennutímabili Oscar þá spilaði hann heilar 44,3 mínútur að meðaltali í leik á meðan Russell Westbrook þurfti einungis 34,6 mínútur til að leika afrekið eftir. Sú spurning hlítur því að vakna, hverjir aðrir hefðu getað náð þrennu að meðaltali yfir heilt tímabil ef þeir hefðu fengið sömu mínútur og Robertson.

Það vill svo til að basketball-reference.com var einmitt fundið upp til að svara svona tilgangslausum spurningum.

Nítján leikmenn hafa náð þrennu að meðaltali per leik per 44 mínútur yfir heilt tímabil. Ef við útilokum alla sem spiluðu undir 30 mínútum að meðaltali og 1000 í heild á tímabili þá standa eftir fjórir leikmenn (ekki það að við höfum ekki haft fulla trú á að Sim Bhullar, Geert Hammink og Ron Watts hefðu getað haldið 29,3-14,7-14,7 meðaltalinu yfir heilt tímabil ef þeir hefðu bara fengið mínúturnar).

Fjórmeningarnir eru Oscar Robertson (x2), Russell Westbrook (x2), Magic Johnson (x3) og LeBron James.

SAMT Per 44 mínútur
# Nafn Tímabil Aldur Lið L STG STÐ FRK MÍN
1 Russell Westbrook 2016-17 28 OKC 81 40.2 13.2 13.6 34.6
2 Oscar Robertson 1960-61 22 CIN 71 31.4 10.0 10.4 42.7
3 LeBron James 2016-17 32 CLE 74 30.8 10.2 10.1 37.8
4 Oscar Robertson 1961-62 23 CIN 79 30.5 11.3 12.4 44.3
5 Russell Westbrook 2015-16 27 OKC 80 30.0 13.3 10.0 34.4
6 Magic Johnson 1980-81 21 LAL 37 25.6 10.2 10.3 37.1
7 Magic Johnson 1981-82 22 LAL 78 21.3 10.9 11.0 38.3
8 Magic Johnson 1982-83 23 LAL 79 20.1 12.5 10.3 36.8

Fyrir utan að Oscar og Russell hefðu getað bætt við sitt hvoru þrennutímabilinu þá hefði LeBron James getað náð einni í ár og Magic Johnson mögulega getað náð þremur í byrjun níunda áratugarins. Auk þessara heiðursmanna þá er mögulegt að Wilt Chamberlain og Bill Russell hafi getað náð þrennutímabilum enda vel þekkt að þeir hafi reglulega blokkað á annan tug skota í leik, þá sérstaklega Chamberlain. Þetta afrek er því kannski ekki alveg jafn einstakt og haldið hefur verið fram, þótt vissulega sé það mikið afrek.

Ef við tökum 50,4 stiga tímabilið hans Wilt og setjum svipaðar reglur, hverjir hefðu þá verið að ná þessu stigaskori ef þeir hefðu spilað sama mínútufjölda og Wilt gerði þetta tímabil, 48,5 mínútur að meðaltali í leik.

Enginn. Svarið er enginn.

Fyrir utan Wilt sjálfan þá komst Michael Jordan næst því veturinn 1986-1987 en vantaði samt rúmlega 5 stig per 48,5 mínútur til að jafna.

Það er ágætis elítulisti.

More in NBA