Connect with us

Ísland

Gnúpverjar bæta við sig stigamaskínu

Svarta Perlan er ekki komin hingað til að leiða deildina í stoðsendingum

Gnúpverjar gerðu restinni af 1. deildinni það ljóst í dag að þeir ætluðu ekki bara að vera með þegar þeir tilkynntu um að þeir hefðu samið við Everage Richardson, eða Das Schwarze Perle eins og hann var þekktur sem í Þýskalandi. Perlan byrjaði feril sinn með Bodfeld Baskets og hjálpaði þeim að komast úr sjöundu deildinni upp í þá fjórðu þar í landi.

Undanfarin þrjú ár hefur hann spilað í efstu deildinni í Lúxemborg við góðan orðstýr og mikið stigaskor. Það verður því fróðlegt að fylgjast með kappanum í vetur.

More in Ísland