Ahmad Rashad er mörgum kunnur en hann stýrði NBA Inside Stuff í 16 ár.
Um áraraðir hefur verið orðrómur um að hann hafi spilað í NBA deildinni sökum myndbrota af honum í Sixers búningi en fáir hafa getað bent á hvenær það gerðist
Staðreyndin er að Rashad tók eina æfingu með Sixers og einn leik á móti Minnesota Timberwolves á undirbúningstímabilinu haustið 1990 í auglýsingaskyni fyrir NBA Inside Stuff.
Þrátt fyrir að körfuboltaferill Rashad hafi verið stuttur þá átti hann talsvert lengri og betri feril í ameríska fótboltanum. Hann lék 10 tímabil í NFL og skoraði þar 44 snertimörk í 139 leikjum.
https://www.youtube.com/watch?v=7q0Xo37id10
