Magnús Þór Gunnarsson, betur þekktur sem MG10, er búinn að leggja úrvalsdeildarskóna á hilluna. Þessi litríki leikmaður er búinn að vera jarða niður þristum í úrvalsdeildinni í heil 19 tímabil. Hann lék lengst af með Keflavík þar sem hann vann þrjá bikarmeistaratitla og fimm Íslandsmeistaratitla, þar af three-peat árin 2003-05, og lék 76 leiki með íslenska landsliðinu.
Magnús var dáður í Keflavík og mögulega líka í Borgarnesi. Ekki svo mikið í Vesturbænum og líklegast er hann ekki á neinum jólakortalistum í Garðabænum eða hjá George Byrd.
Fyrir okkar leyti segjum við bara takk fyrir okkur, þetta var stórgaman.
