Connect with us

Hi, what are you looking for?

Ísland

MG10 hefur yfirgefið bygginguna

Þú elskaðir hann, hataðari hann eða elskaðir að hata hann. Það var enginn millivegur.

Magnús Þór Gunnarsson, betur þekktur sem MG10, er búinn að leggja úrvalsdeildarskóna á hilluna. Þessi litríki leikmaður er búinn að vera jarða niður þristum í úrvalsdeildinni í heil 19 tímabil. Hann lék lengst af með Keflavík þar sem hann vann þrjá bikarmeistaratitla og fimm Íslandsmeistaratitla, þar af three-peat árin 2003-05, og lék 76 leiki með íslenska landsliðinu.

Magnús var dáður í Keflavík og mögulega líka í Borgarnesi. Ekki svo mikið í Vesturbænum og líklegast er hann ekki á neinum jólakortalistum í Garðabænum eða hjá George Byrd.

Fyrir okkar leyti segjum við bara takk fyrir okkur, þetta var stórgaman.

Og yfir í allt annað

Ísland

Eru þetta bestu íslensku troðslurnar frá upphafi? Mögulega klárlega.

Ísland

Myron Dempsey lét óíþróttamannslegu villuna hans Magnúsar Gunnarssonar ekki stoppa sig í að setja hann á plakat.

Félagsskipti

Heimildir herma að Sigurður Þorvaldsson kunni að færa sig niður um deild og leika með Skallagrím í 1. deildinni á næstkomandi tímabili.

Ísland

Magnúsi Gunnarssyni og Degi Kára Jónssyni lenti aðeins saman í leik Skallagríms og Stjörnunar í undanúrslitum Powerade-bikarsins í gær.