Connect with us

Ísland

Fjórfaldar tvennur á Íslandi

Þreföld tvenna er góð, fjórföld er betri.

Brenton BIrmingham

Fjórfaldar tvennur á Íslandi

Fjórföld tvenna er sjaldgæft afrek í körfubolta en það er þegar leikmaður nær tveggja stafa tölu í fjórum af eftirfarandi fimm tölfræðiþáttum: stigum, fráköstum, stoðsendingum, vörðum skotum og stolnum boltum.

Í lauslegri rannsóknarvinnu okkar grófum við upp fjóra leikmenn sem náðu þessu afreki í leik á milli liða úr efstu deild í deild-, bikar- eða úrslitakeppni.

Dags. Nafn Deild Fyrir Móti Stig Frák. Stoð. Stol.
15.10.96 Penny Peppas Úrvalsd. kvk Grindavík ÍR 52 16 11 10
16.03.00 Brenton Birmingham Úrslitakeppni kk Grindavík Keflavík 17 14 10 10
17.04.01 Brenton Birmingham Úrslitakeppni kk Njarðvík Tindastóll 28 10 11 10
10.11.05 Reshea Bristol Úrvalsd. kvk Keflavík Grindavík 30 16 10 10
25.09.09 Heather Ezell Poweradebikar kvk Haukar Njarðvík 24 13 10 10
09.01.10 Heather Ezell Úrvalsd. kvk Haukar Valur 25 15 11 10

Brautryðjandinn Penny Peppas var ekki bara fyrsti erlendi atvinnumaðurinn í efstu deild kvenna heldur á hún einnig fyrstu þekktu fernuna hér á landi og jafnframt þá svakalegustu. 52 stig, 16 fráköst, 11 stoðsendingar og 10 fráköst.

Brenton Birmingham fylgdi á eftir í byrjun aldarinnar með tveimur fernum á ekki minna sviði en úrslitakeppnunum 2000 og 2001. Reshea Bristol náði svo einni í Úrvalsdeild kvenna haustið 2005.

Heather Ezell byrjaði ferill sinn á Íslandi með látum en hún náði fernu í sínum fyrst leik hér á landi í Powerade-bikar kvenna haustið 2009. Hún bætti svo við einni fernu í janúar 2010.

Besta íslenska körfuboltakonan fyrr og síðar, Helena Sverrisdóttir, var með fjórfalda tvennu að meðaltali í leik fyrir Hauka veturinn 2003-2004 í 2. deild kvenna (nú 1. deild kvenna). Í 16 leikjum náði hún sex fernum og var með 37,6 stig, 13,3 fráköst, 11,6 stoðsendingar og 10,2 stolna bolta að meðaltali í leik.

Misstum við af einhverjum? Láttu okkur vita á Facebook eða Twitter!

More in Ísland