LaVar Ball komst enn og aftur í fréttirnar á dögunum þegar hótaði að draga lið sitt úr leik ef kvenkyns dómari sem dæmdi leik liðs hans yrði ekki skipt út, en hún hafði unnið sér það til sakar að dæma á hann tæknivillu, hans aðra í leiknum þegar hann hraunaði yfir hana. Hann fékk sitt í gegn, eins og frægt er orðið, henni var skipt út og heimurinn varð ekki samur í kjölfarið.
Hér má sjá tæknivilluna sem olli fjaðrafokinu.
LaVar Ball goes CRAZY and gets another tech 😱 pic.twitter.com/MOtUS5MFD1
— Overtime (@overtime) July 28, 2017
https://twitter.com/Mints2U/status/890960147056476161
LaVar lærði að sjálfsögðu ekkert af atvikinu því daginn eftir var liðinu hans dæmdur ósigur eftir að hann neitaði að fara af vellinum eftir að hafa fengið sína aðra tæknivillu.
