Danilo Gallinari, leikmaður Los Angeles Clippers, braut á sér hendina í dag er hann smellti einum hægri krók í andlitið á Jito Kok, leikmanni hollenska landsliðsins. Samkvæmt ítalska körfuknattleikssambandinu er búist við að Gallinari verði frá næstu 40 daga og missi því af EM í körfubolta sem byrjar í næsta mánuði.
