Connect with us

Hi, what are you looking for?

Ísland

Orðið á götunni: Geitungurinn og Brilli til Akureyrar?

Orðið á götunni segir að Akureyringar séu í viðræðum við landsliðsmennina Ægir Þór Steinarsson og Brynjar Þór Björnsson um að þeir leiki með félaginu á næstu leiktíð.

Orðið á götunni segir að Akureyringar séu í viðræðum við landsliðsmennina Ægir Þór Steinarsson og Brynjar Þór Björnsson um að þeir leiki með félaginu á næstu leiktíð.

Ægir lék síðast hér á landi með KR en hann yfirgaf félagið í febrúar í fyrra og hélt til Spánar. Í 19 leikjum með KR var hann með 11,4 stig og leiddi deildina með 6,8 stoðsendingar per leik. Hann þekkir vel til nýráðins þjálfara Þórs, Hjalta Vilhjálmssonar, en þeir léku saman hjá Fjölni.

Brynjar er einn sigursælasti leikmaðurinn í sögunni en hann vann í vor sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil á ferlinum. Hann hefur spilað með KR allan sinn feril utan eins tímabils með Jämtland Basket í Svíþjóð.

Orðið á götunni segir einnig að mögulegt sé að Tryggvi Hlinason taki annað tímabil með félaginu auk þess sem það hafi augastað á ónefndum þungaviktarmanni úr 1. deildinni. Gangi þetta allt eftir og að Darrel Lewis taki eitt tímabil í viðbót þá gæti Þór orðið í baráttunni um einhverja titla á næsta ári.

Og yfir í allt annað

Ísland

2021-2022 tímabilið í [Insert sponsor name here]-deild karla er handan við hornið og því ákváðum við að kasta saman í eina afar vísindalega samsetta...

Ísland

Eru þetta bestu íslensku troðslurnar frá upphafi? Mögulega klárlega.

Ísland

Er KR að fara að taka þetta sjöunda árið í röð?

Ísland

Leikmaðurinn sem þú elskar eða elskar að hata. Það er enginn millivegur.