Connect with us

Hi, what are you looking for?

Ísland

4. liða úrslit kvenna: Spáin

Fjögura liða úrslit Domino’s deildar kvenna byrja á þriðjudaginn með leik Snæfells og Stjörnunar en Keflavík og nýliðar Skallagríms mætast á miðvikudag.

Mynd: Karfan.is/Bára

Fjögura liða úrslit Domino’s deildar kvenna byrja á þriðjudaginn með leik Snæfells og Stjörnunar en Keflavík og nýliðar Skallagríms mætast á miðvikudag.

Snæfell (1) – Stjarnan (4)

Innbyrðis: 3-1
Snæfell kláraði tímabilið á miklum spretti en þær unnu 13 af 15 leikjum sínum eftir áramót, þar af 12 í röð á einum tímapunkti. Þær sigruðu Stjörnuna þrisvar í deildinni og slógu þær einnig út úr bikarkeppninni. Stjarnan má vel við una, 50% árangur í deild og sæti í úrslitakeppninni á sínu öðru ári í deildinni, en líklegast er komið að endastöð hjá þeim á þessu tímabili. Snæfell er einfaldlega bara of sterkt.

Snæfell í 3 leikjum

Keflavík (2) – Skallagrímur (3)

Innbyrðis: 3-1
Bikarmeistarar Keflavík komu gríðarlega á óvart í vetur og voru nærri því að tryggja sér deilarmeistaratitilinn þrátt fyrir ungan aldur. Einungis þrír leikmenn liðsins eru eldri en 20 ára en það hefur engu skipt enda enduðu þær með jafnmarga sigurleiki og hinir talsvert reynslumeiri deildararmeistarar Snæfells. Þær höfðu talsverða yfirburði yfir Skallagrím í deildinni og unnu þær Borgnesinga þrisvar með að meðaltali 15,3 stiga mun á meðan Skallagrímur tók einn leik með 3 stiga mun. Auk þess sigraði Keflavík Skallagrím í bikarúrslitunum í naumum leik. Það þarf því eitthvað mikið að gerast til þess að Keflavík komist ekki í úrslit.

Keflavík í 4 leikjum

Og yfir í allt annað

NBA

Að eigin sögn að minnsta kosti.

Ísland

2021-2022 tímabilið í Subway-deild kvenna byrjar í kvöld og því ákváðum við að kasta saman í eina afar óvísindalega samsetta spá sem er þó...

Ísland

2021-2022 tímabilið í [Insert sponsor name here]-deild karla er handan við hornið og því ákváðum við að kasta saman í eina afar vísindalega samsetta...

Ísland

Stjarnan komst í fréttirnar í sumar er félagið dróg meistaraflokk kvenna úr Úrvalsdeildinni og skráði í 1. deildina eftir að nokkrir byrjunarliðsmenn höfðu leitað...