Connect with us

Hi, what are you looking for?

Ísland

4. liða úrslit karla: Spáin

8. liða úrslitin kláruðust á helginni og gekk spá Fúsíjama TV fyrir utan að við höfðum full mikla trú á ÍR. Klikkum ekki á því aftur.

Tindastóll fór snemma í sumarfrí þetta árið.

8. liða úrslitin kláruðust á helginni og gekk spá Fúsíjama TV að mestu eftir fyrir utan að við höfðum fullmikla trú á ÍR. Klikkum ekki á því aftur.

75% er þó ekki slæmt spáhlutfall auk þess sem við náðum réttum leikjafjölda hjá Grindavík-Þór og Keflavík-Tindastóll. Jeij.

KR (1) – Keflavík (6)

Innbyrðis: 2-0
Deildar- og bikarmeistarar KR stefna enn á að verða fyrsta liðið í 30 ár til að ná 4-Peat. Keflvíkingar eru þó fyrsta alvöru hraðahindrunin sem þeir mæta í úrslitakeppninni. KR tók báða innbyrðisleiki liðanna í vetur en þó mátti litlu muna að þeir köstuðu frá sér síðari leik liðanna þrátt fyrir að hafa haft 14 stiga forustu þegar 7 mínútur voru eftir. Keflavík er allt annað lið eftir að Friðrik Ingi Rúnarsson tók við stjórnartaumunum í febrúar en undir hans stjórn hefur liðið unnið 7 af 10 leikjum sínum í deild og úrslitakeppni. Auk þess að vera með einn besta þjálfara deildarinnar eru þeir með besta leikmann deildarinnar, einn besta leikstjórnandann og, ólíkt KR, eru flestir þeirra lykilmenn réttu megin við þrítugt.

Keflavík í 5 leikjum. Last það hér fyrst.

Stjarnan (2) – Grindavík (4)

Innbyrðis: 2-0
Justin Shouse er kominn aftur með látum eftir meiðsli og var lykilmaður í sópi Stjörnunnar á ÍR í fyrstu umferð. Frammistaða hans og Hlyns Bæringssonar (16,3 stig, 12,3 fráköst, 5,0 stoðsendingar) bættu alveg upp fyrir hversu horlélegur Anthony Odunsi var með sína 28,6% skotnýtingu. Líklegast getur þó leiðin ekki legið neitt annað en upp fyrir hann því Grindvíkingar gætu ekki spilað vörn til að bjarga lífi sínu. Þeir geta þó spilað smá sókn en 5 leikmenn hjá þeim voru með 10 stig eða meira að meðaltali á móti Þór í fyrstu umferð og hitti liðið í heild úr 54,6% skota sinna innan þriggja stiga línunnar. Á móti kemur að þá var enginn Hlynur Bæringsson að mæta þeim í teignum.

Stjarnan í 4 leikjum

Og yfir í allt annað

NBA

Að eigin sögn að minnsta kosti.

Ísland

2021-2022 tímabilið í Subway-deild kvenna byrjar í kvöld og því ákváðum við að kasta saman í eina afar óvísindalega samsetta spá sem er þó...

Ísland

2021-2022 tímabilið í [Insert sponsor name here]-deild karla er handan við hornið og því ákváðum við að kasta saman í eina afar vísindalega samsetta...

Ísland

Gömlu Reykjavíkurstórveldin KR og ÍR eiga sér langa sögu saman og elduðu grátt silfur lengi vel á upphafsárum körfuboltans á Íslandi en bæði lið...