Chris Caird hefur verið á eldi í endurrisu Tindastóls. Mynd: Karfan.is
Það eru að koma jól og því tilvalið að skella fjórða styrkleikalista Domino’s deildar karla í vetur.
12. Snæfell
Þjálfari: Ingi Þór Steinþórsson
Síðast: 12. sæti
Árangur: 0-11
Vatnið er blautt, himininn er blár og Snæfell vinnur ekki leik. Sefton Barrett fékk nóg af öllum töpunum og ákvað að skella sér til Finnlands til að létta sér lund á nýjan leik.
Það verður þó ekki tekið af Hólmurum að þeir reyna og voru reyndar lygilega nálægt því að vinna sinn fyrsta leik í vetur eftir tvær framlengingar á móti Skallagrím.
Styrkleikalistinn er huglætt mat á styrkleika liðanna á þessum tímapunkti en er ekki spá um lokaniðurröðun deildarinnar.
Hittum við naglann á höfuðið eða erum við algjörlega út á túni? Hraunaðu yfir okkur á Facebook eða Twitter!.


Heimurinn
Topp 6 mómentin úr WNBA
