Connect with us

Hi, what are you looking for?

Ísland

Ótrúleg leikmannavelta Tindastóls síðustu 13 mánuði

Það má með sanni segja að metnaðurinn hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls hafi stóraukist eftir að liðið komst í úrslit Íslandsmótsins vorið 2015.

DrekinnDonald Trump stjórnaði raunveruleikaþætti þar sem hann gerði mikið upp úr að reka fólk. Hann kemur þó, að því að við bestu vitum, ekki nálægt leikmannamálum Tindastóls.

Það má með sanni segja að metnaðurinn hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls hafi stóraukist eftir að liðið komst í úrslit Íslandsmótsins vorið 2015. Kröfurnar hafa að sama skapi aukist eins og hikar félagið ekki við að reka menn ef þeir standa ekki undir væntingum eins og sjá má á gríðarlegri leikmanna- og þjálfaraveltu hjá félaginu.

Á síðustu 13 mánuðum hefur félagið rekið sjö leikmenn, tvo yfirþjálfara og einn aðstoðarþjálfara sem eru fáheyrðar tölur í íslenska boltanum.

Nafn Land Staða
Darren Townes USA Leikmaður 5. okt. 2015
Pieti Poikola Finnland Þjálfari 30. okt. 2015
Harri Mannonen Finnland Aðstoðarþjálfari 30. okt. 2015
Arnþór Guðmundsson Ísland Leikmaður 12. jan. 2016
Jerome Hill USA Leikmaður 1. feb. 2016
Anthony Gurley USA Leikmaður 8. apr. 2016
Antonio Hester USA Leikmaður 4. sept. 2016
José Maria Costa Spánn Þjálfari 14. nóv. 2016
Pape Seck Senegal Leikmaður 14. nóv. 2016
Mamadou Samb Senegal Leikmaður 14. nóv. 2016

Einn leikmaður á þessum lista, Antonio Hester, er reyndar kominn aftur til liðsins í stað Mamadou Samb sem einmitt var tekinn inn í haust í stað Hester. Samkvæmt heimildum Fúsíjama TV er litið á Hester sem mögulega tímabundna laus þar sem fljótlegra var að fá hann til liðsins en að finna nýjan erlendan leikmann þar sem pappírarnir hans voru að mestu tilbúnir. Það gæti því farið svo að Hester yrði fyrsti erlendi leikmaðurinn í Íslandssögunni til þess að vera rekinn tvisvar frá sama félaginu á sama tímabilinu*.

En sama hvaða skoðun menn hafa á allri þessi leikmannaveltu hjá Tindastól að þá er það víst að deildin væri talsvert leiðinlegri án þeirra.

* Sagt án allrar ábyrgðar og rannsóknarvinnu á málefninu

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Og yfir í allt annað

Ísland

2021-2022 tímabilið í [Insert sponsor name here]-deild karla er handan við hornið og því ákváðum við að kasta saman í eina afar vísindalega samsetta...

Ísland

Eru þetta bestu íslensku troðslurnar frá upphafi? Mögulega klárlega.

Ísland

Helgi Rafn komst í fréttirnar eftir meiðsli Jóns Arnórs Stefánssonar.

Ísland

Er KR að fara að taka þetta sjöunda árið í röð?