Connect with us

Hi, what are you looking for?

Ísland

Fyrrum leikmaður FSu og KFÍ að gera það gott í undirbúningsdeild NBA

Chris Anderson, fyrrum leikmaður FSu og KFÍ, hefur verið að gera það gott í undirbúningsdeild NBA undanfarið.

Chris Anderson, sem lék hér á landi á síðasta tímabili, átti góðan leik í D-League á sunnudaginn en hann skoraði þá 15 stig og tók 14 fráköst í sigri Grand Rapids Drive á Long Islands Nets.

Chris hóf síðasta tímabil með FSu og lék með þeim 11 leiki í deild og bikar áður en hann var látinn fara í byrjun nóvember. Hann var þó ekki lengi án liðs því Ísfirðingar sömdu við hann fljótlega eftir það og lék hann með liðinu til jóla. Hann spilaði samtals 16 leiki hér á landi og var með í þeim 22,3 stig og 8,8 fráköst að meðaltali í leik.

D-deildin (NBA Development League) er eins og margir vita undir hatti NBA deildarinnar og ekki óalgengt að leikmenn þaðan endi í NBA deildinni.

Í haust mætti Chris á 140 manna opnar æfingar hjá Grand Rapids með það fyrir augum að komast í 20 manna æfingarbúðir liðsins fyrir undirbúningstímabilið. Það hafðist og gott betur því hann komst að lokum í 12 manna leikmannahóp liðsins fyrir tímabilið.

Og yfir í allt annað

Ísland

Darryl Lewis með stórkoslega frammistöðu.

Ísland

David Bevis er nafn sem einhverjir kannast við en hann lék hér fyrst á landi með KFÍ tímabilið 1997-98 við góðan orðstír en með...

Ísland

Hrafn Kristjánsson með leik lífs síns.

Ísland

Fyrsta tímabil KFÍ í Úrvalsdeildinni og fyrsti leikur Guðna Guðnasonar á móti uppeldisfélagi sínu KR. Auk Guðna tefldi KFÍ einnig fram fyrrum KR-ingunum Hrafni...