Connect with us

Ísland

Power Rankings #1: Domino’s deild kvenna 2016-2017

Silfurliðið frá því í fyrra er búið að tortíma sjálfu sér á meðan Íslandsmeistararnir halda áfram að styrkja sig. Á Snæfell eftir að taka þetta í fjórða sinn í röð eða fá þær óvænta samkeppni frá hinu vesturlandsliðinu?

haukar-farnar-2016

Silfurliðið frá því í fyrra er búið að tortíma sjálfu sér á meðan Íslandsmeistararnir halda áfram að styrkja sig. Á Snæfell eftir að taka þetta í fjórða sinn í röð eða fá þær óvænta samkeppni frá hinu vesturlandsliðinu?

7. Haukar


Þjálfari: Ingvar Þór Guðjónsson

Sjaldan hefur jafn sterkt lið tapað jafn mörgum góðum leikmönnum á milli tímabila og Haukar eru að gera núna. Deildarmeistararnir og silfurliðið frá því í fyrra má þakka fyrir að Njarðvík ákvað að koma upp um deild því það þýðir að þær verða að minnsta kosti ekki neðstar.

Komnar: Michelle Mitchell (USA), Anna Lóa Óskarsdóttir
Farnar: Auður Íris Ólafsdóttir (Skallagrímur), Jóhanna Björk Sveinsdóttir (Skallagrímur), Hanna Þráinsdóttir (Skallagrímur), María Lind Sigurðardóttir (Stjarnan), Sylvía Rún Hálfdanardóttir (Stjarnan), Pálína María Gunnlaugsdóttir (Snæfell), Helena Sverrisdóttir (Barneignarleyfi)

More in Ísland