Silfurliðið frá því í fyrra er búið að tortíma sjálfu sér á meðan Íslandsmeistararnir halda áfram að styrkja sig. Á Snæfell eftir að taka þetta í fjórða sinn í röð eða fá þær óvænta samkeppni frá hinu vesturlandsliðinu?
Skammarsætið: KR
Af hverju í ósköpunum er stórveldið KR ekki með lið í efstu deild kvenna? Félagið hefur unnið 14 Íslandsmeistaratitla og 10 bikarmeistaratitla en hefur bara verið að leika sér í 1. deildinni síðan stjórnin dró þær úr keppni haustið 2015 (þær féllu ekki einu sinni). Á sama tíma hefur stjórnin ekki verið í miklum vandræðum með að finna pening til að kaupa leikmenn í karlaliðið.
Styrkleikalistinn er huglætt mat á styrkleika liðanna á hverjum tímapunkti en er ekki spá um lokaniðurröðun deildarinnar.
Hittum við naglann á höfuðið eða erum við algjörlega út á túni? Hraunaðu yfir okkur á Facebook eða Twitter!.


Heimurinn
Háskólastelpan sem hættir ekki að troða
